Friday, May 13, 2016

ESB-aðild: Kjarni málsins

"Að sjálfsögðu á að skoða aðild" segja menn stundum.

Það er að sjálfsögðu rétt.
Að sjálfsögðu á að skoða ESB-aðild, vel og vandlega, og síðan á að hafna henni.

- - - -

Menn segja stundum 'skoða aðild' þegar þeir meina að sækja um aðild, semja um aðild og ganga svo frá aðild. Það er röng meðferð á orðinu "skoða". Það orð þýðir að kynna sér eitthvað. Jæja, ég skal að vísu játa að það væri alveg hægt að ganga í ESB og skoða hvernig aðildin hefur áhrif á landið okkar og hvað gerist og þannig ... næstu áratugina ... ef það er það sem einhver meinar.

En svo er líka hægt að skoða aðild 28 ríkja sem þegar eru með samning -- og þá sér í lagi samning þeirra sem nýjust eru í sambandinu. Þar fær maður meira en nægar upplýsingar til að mynda sér skoðun.

No comments:

Post a Comment