Friday, February 6, 2015

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ebóla

Ríkisútvarpið greinir frá því að AGS aðstoðar Ebóluríki. Það má kannski orða það þannig. Það kemur ekki fram í fréttinni að áður hefur AGS látið þessi sömu ríki skera niður hjá sér innviðina mjög harkalega, það er að segja heilbrigðiskerfið. Þær varnir sem þau þó höfðu gegn drepsóttum -- þær voru skornar niður að kröfu AGS.