Wednesday, December 9, 2009

IceSave-atkvæðagreiðslan

Gott hjá Ögmundi og Lilju að greiða IceSave-ánauð ekki atkvæði sitt. Ég gerði mér ekki háar vonir um þessa ríkisstjórn í upphafi, en frammistaða hennar hefur jafnvel verið mér vonbrigði. Ekki bætir úr skák að stjórnarandstaðan er síst skárri, stundar klassíska eigingjarna tækifærismennsku undir skrumlegu yfirskini. Það besta í stöðunni er að þetta ástand skilur hafrana frá sauðunum, við fáum að sjá hvernig Samfylking og Vinstri-græn hegða sér þegar þau eru við völd. Vonarglætan er í Vinstri-grænum, í vinstriarminum sem hefur ekki látið flokkseigendafélagið kúga sig algerlega. Enginn er fullkominn, en það kemur betur og betur í ljós hvað sumir eru ófullkomnir. Það verður fróðlegt að fylgjast með næsta prófkjöri hjá VG. Það er ýmislegt óuppgert.

Engin uppbygging í Gaza

Jón Karl Stefánsson skrifar á Eggina: Engin uppbygging í Gaza

1. verðlaun

Í gær, mánudag, vann ég mitt fyrsta afrek í skák. Eða, réttara sagt, ég ásamt tveimur flinkum skákmönnum.

Thursday, December 3, 2009

Verkalýðshreyfingin og kreppan

Rauður vettvangur heldur málfund í kvöld, um stöðu og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í kreppunni. Fundurinn verður í Friðarhúsi (Njálsgötu 87) og hefst kl. 20:00. Anna Atladóttir, aðaltrúnaðarmaður SFR á Landspítala, hefur bæst á mælendaskrá, til viðbótar við Bjarka Steingrímsson varaformann VR. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA hefur boðað forföll. Vonumst til að sjá ykkur,

Tuesday, December 1, 2009

Lesið þetta:

Yfirlýsing Heimavarnarliðsins
__ __ __ __ __ __ __ __

VV: Líttu vel út – og berstu fyrir frelsi
ÞÞ: Ríkisrekin fjárkúgun

"fyrr en IceSave er frá"

Það er í einu orði sagt fáránlegt að heyra ríkisstjórnina tala um að IceSave-málinu ljúki. Það eru þeir sjálfir sem berjast gegn því að því ljúki. Því lýkur ekki, það er ekki frá, fyrr en það er annað hvort komið á hreint að þessar skuldir verða aldrei greiddar, ellegar þá að þær verða greiddar að fullu og landið búið að jafna sig eftir þær. Þar sem hið fyrra er væntanlega tilfellið -- að þær verða aldrei greiddar -- þá er hinn möguleikinn bara bull. Ef maður seilist nógu langt til að kalla eitthvert greiðsluplan "raunhæft", þá erum við í öllu falli að tala um áratugi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Íslenskir skattborgarar verða að koma sér undan IceSave-ánauð, með góðu eða illu. Ef það er ekki hægt að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina, þá stendur valið milli þess að gera byltingu eða flýja land í tugþúsundatali. Ég hygg að margir séu reiðubúnir til að leggja ýmislegt á sig áður en þeir eru hraktir úr landi vegna undirlægjuháttar við fjármálaauðvaldið.